Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
bindandi fyrirtækjareglur
ENSKA
binding corporate rules
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Þegar ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort fullnægjandi vernd er fyrir hendi ætti ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili að gera ráðstafanir til að bæta upp skort á persónuvernd í þriðja landi með viðeigandi verndarráðstöfunum í þágu skráðs einstaklings. Viðeigandi verndarráðstafanir geta m.a. falist í því að nota bindandi fyrirtækjareglur, stöðluð ákvæði um persónuvernd sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt, stöðluð ákvæði um persónuvernd sem eftirlitsyfirvald hefur samþykkt eða samningsákvæði sem eftirlitsyfirvald hefur heimilað.


[en] In the absence of an adequacy decision, the controller or processor should take measures to compensate for the lack of data protection in a third country by way of appropriate safeguards for the data subject. Such appropriate safeguards may consist of making use of binding corporate rules, standard data protection clauses adopted by the Commission, standard data protection clauses adopted by a supervisory authority or contractual clauses authorised by a supervisory authority.


Skilgreining
[is] reglur um persónuvernd sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili með staðfestu á yfirráðasvæði aðildarríkis fylgir varðandi flutning eða röð flutninga persónuupplýsinga til ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila í einu eða fleiri þriðju löndum innan fyrirtækjasamstæðu eða hóps fyrirtækja sem stundar sameiginlega atvinnustarfsemi (32016R0679)

[en] personal data protection policies which are adhered to by a controller or processor established on the territory of a Member State for transfers or a set of transfers of personal data to a controller or processor in one or more third countries within a group of undertakings, or group of enterprises engaged in a joint economic activity (32016R0679)

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin)

[en] Regulation (EU) 2016/679 of the European Parliament and of the Council of 27 April 2016 on the protection of natural persons with regard to the processing of personal data and on the free movement of such data, and repealing Directive 95/46/EC (General Data Protection Regulation)

Skjal nr.
32016R0679
Aðalorð
fyrirtækjaregla - orðflokkur no. kyn kvk.
Önnur málfræði
nafnliður

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira